Huppumót í hópfimleikum

Sunnudaginn 6. apríl hélt Fimleikadeild Selfoss Huppumótið í hópfimleikum í fyrsta skiptið.

Mótið var ekki hefðbundið mót að því leiti að á því voru engir dómarar en mótið snerist um upplifun keppenda og að þau myndu fá að æfa sig í að gera sínar keppnisæfingar, sum hver í fyrsta skipti fyrir framan áhorfendur. Á mótinu fengu allir keppendur verðlaun fyrir sitt besta áhald, auk þess sem Ísbúð Huppu gaf öllum iðkendum þátttökuverðlaun.
Á mótinu voru tæplega 230 keppendur í 23 liðum frá 5 félögum og var mikil stemning allan daginn. Huppa sjálf mætti á staðinn, hvatti keppendur áfram og veitti verðlaun.

Við viljum þakka öllum fyrir þátttökuna og Ísbúð Huppu fyrir samstarfið!