Íþróttamannvirki skoðuð

IMG_2282
IMG_2282

Hópur stjórnarmanna, þjálfara og starfsmanna á vegum Umf. Selfoss ásamt fulltrúa úr íþrótta- og menningarnefnd Árborgar og íþrótta- og menningarfulltrúa Árborgar fór á laugardag í skoðunarferð í Hveragerði og höfuðborgarsvæði til að líta á íþróttamannvirki hjá nokkrum íþróttafélögum.

Fyrst var komið við í Hamarshöllinni, knatthúsi Hvergerðinga, áður en rennt var yfir heiðina. Fyrst var stoppað hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ þar sem var skoðuð aðstaða á Varmá og við Lágafell. Því næst var farið í Garðabæinn þar sem aðstaða Stjörnunnar í Ásgarði var skoðuð. Að endingu var farið á Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem aðstaða FH var skoðuð.

Allir tóku vel á móti okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir móttökurnar. Var það samdóma álit fólks að ferðin hafi verið áhugaverð og kveikt margar hugmyndir sem nýtast vel hér á Selfossi.