Handbolti S-FH Olísdeild - vefur
Selfoss gerði jafntefli við FH 19-19 í fyrsta heimaleik vetrarins í Olísdeildinni í handbolta í gær.
Eftir fljúgandi start þar sem Selfoss komst í 7-1 skoruðu FH-ingar fimm mörk í röð. Þá settu Selfyssingar aftur í gírinn og voru yfir í hálfleik 12-8. FH skoraði aftur fimm mörk í röð í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var jafnt á flestum tölum. Skömmu fyrir leikslok voru Selfyssingar tveimur mörkum undir en skoruðu seinustu mörk leiksins og jöfnuðu 19-19. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir jafnaði úr vítakasti 10 sekúndum fyrir leikslok.
Hanna og Carmen Palamariu voru markahæstar Selfyssinga með 6 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir skoraði 4, Kara Rún Árnadóttir 2 og Dagmar Öder Einarsdóttir 1 mark.
Áslaug Ýr Bragadóttir varði 6/1 skot í marki Selfoss og var með 24% markvörslu.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.