Jólasveinarnir mættu á jólatorgið

Jólasveinar á Jólatorginu
Jólasveinar á Jólatorginu

Það var líf og fjör á jólatorginu í Sigtúnsgarðinum á Selfossi laugardaginn 14. desember þegar jólasveinarnir í Ingólfsfjalli heimsóttu börnin á Selfossi.

Eins og venjulega komu sveinarnir akandi úr Ingólfsfjalli yfir Ölfusárbrú uppi á þaki á sérútbúinni rútu frá Guðmundi Tyrfingssyni. Sveinarnir þrettán skemmtu börnum og fullorðnum áður en þeir héldu aftur til skógjafa og annars jólaundirbúnings. Grýla og nokkur tröll létu meira að segja sjá sig líka en pössuðu sig á því að halda sig í hæfilegri fjarlægð.

Mikill mannfjöldi lagði leið sína á jólatorgið og lék veðrið við jólasveinana en falleg snjókoman setti sterkan svip á daginn.

---

Fjöldi fólks lagði leið sína á jólatorgið.
Mynd: Árborg.is/EB