Laugardaginn 14. desember síðastliðin fóru fram jólasýningar Fimleikadeildar Selfoss. Þemað að þessu sinni var "Okkar innri tilfinningar" og byggði sagan á skemmtilegu myndunum "Inside out". Sýningin var því litrík og skemmtileg, en persónurnar í myndinni eru í ýmsum litum, stærðum og gerðum.
Sýndar voru 3 sýningar og var fullt hús á þeim öllum, enda orðið að hefð hjá mörgum að mæta á sýninguna í aðdraganda jóla.
Allir iðkendur deildarinnar sýna á sýningunni, ýmist á einni sýningu eða öllum þremur. Iðkendurnir eru á aldrinum 4-22 ára og einstaklega skemmtilegt að horfa á alla fá að njóta sín á sýningunni.
Jólasýninganefndin stóð sig frábærlega í undirbúningnum en hún var að þessu sinni skipuð Önnu Sigrúnu Ólafsdóttur, Berglindi Elíasdóttur, Ellen Mjöll Hlíðberg, Fjólu Maríu Helgadóttur og Silviu Rós Nokkala Valdimarsdóttur. Kristín Ósk Helgadóttir sá um saumaskap og þær Kristín Hanna og Sesselja Sólveig Jóhannesdætur sáu um handritið, auk þess að styðja við nefndina við ýmis verk. Söguna las venju samkvæmt Helga Margrét Höskuldsdóttir. Við þökkum þeim öllum fyrir frábæra vinnu!
EB-kerfi sá um ljós og hljóð á sýningunni og væri ómögulegt fyrir okkur að halda jafn glæsilega sýningu og raun ber vitni án þeirra. Við erum þeim innilega þakklát!
Aðrir sem styrktu sýninguna eru Byko, Eimskip og Skalli á Selfossi. Kærar þakkir fyrir ykkar framlag!
Inga Heiða tók myndir á sýningunni og leyfði okkur að njóta góðs af - hér eru nokkrar sem gefa innsýn í þessa skemmtilegu sýningu. Fleiri myndir má finna á Facebook síðunni "Selfoss fimleikamyndir"
Takk fyrir okkur og sjáumst aftur að ári :)
Styrktaraðilar deildarinnar eru Íslandsbanki, Hótel Geysir, Bílverk BÁ, HSH flutningaþjónusta og HP kökugerð.