Jón Daði gegn Hollandi mbl.is
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson var í byjunarliði Íslands í tveimur leikum gegn Lettlandi og Hollandi í kringum helgina. Liðið sá áhorfendum, sem fylltu Laugardalsvöllinn, fyrir eftirminnilegu mánudagskvöldi þegar þeir lögðu Holland 2-0. Á föstudag unnu strákarnir öruggan 3-0 sigur á Lettum á útivelli. Viðar Örn Kjartansson var ónotaður varamaður í báðum leikjunum.
Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Næsti leikur Íslands í undankeppninni er gegn Tékkum á útivelli, sunnudaginn 16. nóvember.
---
Jón Daði gnæfir yfir Hollendinga í leiknum á mánudag.
Ljósmynd: Mbl.is/Ómar Óskarsson