Coerver Selfoss
Knattspyrnudeild Selfoss í samstafi við Coerver Coaching bjóða upp á knattspyrnuskóla Coerver á Selfossi helgina 15.-17. maí nk. Þetta verður í fyrsta skipti sem boðið er upp á námskeiðið á Selfossi. Námskeiðið er fyrir alla iðkendur í 3.-6. flokki drengja og stúlkna.
Coerver Coaching er æfinga og kennsluáætlun í knattspyrnu sem hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 8-16 ára.
Aðalmarkmið Coerver Coaching er að þjálfa færni, sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum. Gera leikinn skemmtilegan í æfingum og í leik. Virða sigur en ekki meir en gott hugarfar og frammistöðu. Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir sem best þjálfunarmarkmiðunum.
Þjálfarar á námskeiðinu koma frá Coerver Coaching.
Dagskrá - æfingar
Iðkendur (2005-2006)
Föstudag kl. 16.00-17.15
Laugardag kl. 09.00-12.00
Sunnudag kl. 09.00-12.00
Iðkendur (1999-2003)
Föstudag kl. 17.40-18.55
Laugardag kl. 13.00-16.00
Sunnudag kl. 13.00-16.00
Verð kr. 12.500,- ATH 10% systkina afsláttur
Skráning fer fram á heimasíðu Coerver Coaching og hjá Heiðari Birni Torleifssyni í síma 659-5700 og á póstfanginu heidar.torleifsson@coerver.is.