Lilja Björk Unnarsdóttir er gengin í raðir Selfoss en hún kemur til liðsins frá Álftanesi.
Lilja lék upp yngri flokka með ÍA en frá ÍA skipti hún yfir í Álftanes í sumar. Lilja er 16 ára gömul en þrátt fyrir það komin með meistaraflokks reynslu og samtals níu yngri landsliðsleiki.
,,Hún er mikið efni sem hefur lagt hart að sér til að ná þangað sem hún er komin núna. Hún er með mjög skemmtilega tækni og leggur sig alltaf fram bæði á æfingum og í leikjum og það er von okkar að hún muni halda áfram að vaxa og dafna í Selfoss treyjunni. Haldi hún áfram á sama spori og hún hefur gert undanfarið árið þá er framtíð hennar björt,” segir Björn Sigurbjörnsson, þjálfari meistaraflokks kvenna.
Velkomin Lilja!