Fótbolti
Lokahóf yngri flokka hjá knattspyrnudeildinni fer fram laugardaginn 27. september. Það verður sannkölluð fjölskylduhátíð á JÁVERK-vellinum sem hefst með heljarmikilli grillveislu kl. 12:00.
Veittar verða viðurkenningar fyrir árangur sumarsins í 3.-6. flokki auk þess sem allir iðkendur í 7. flokki fá óvæntan glaðning frá unglingaráði.
Rúsínan í pylsuendanum er að frítt er á lokaleik Selfoss í Pepsi-deildinni í sumar.
Síðar um kvöldið fagna meistaraflokkur og 2. flokkur góðum árangri sumarsins ásamt stuðningsmönnum sínum á Hvítahúsinu. Veittar verða viðurkenningar og boðið upp á skemmtiatriði undir öruggri veislustjórn Einars Bárðarsonar. Að loknu borðhaldi stígur Sálin hans Jóns míns á svið og skemmtir knattspyrnufólki fram á nótt.
Forsala aðgöngumiða er hjá Guðfinnu s. 899-7752 og Þóru s. 893-2844.