Mfl. karla með sigur á Fjölni

Selfoss tók á móti Fjölni í kvöld í íþróttahúsinu við Vallaskóla. Selfyssingar tóku snemma völdin í leiknum og leiddu 6-2 eftir fyrstu 10 mínúturnar. En þá hættu þeir að spila sóknarleikinn eins og lagt hafði verið upp með. Það þýddi  að Fjölnir komst inn í leikinn og minnkaði muninn í 6-4 og jöfnuðu svo leikinn 7-7 þegar 20 mín voru liðnar. Tóku Selfyssingar þá smá kipp og náðu í 3 marka forystu og leiddu 11-8 í hálfleik. Á þessum tímapunkti var sóknarleikur Selfyssinga skelfilegur og aldrei stillt upp í kerfi. Hins vegar hélt vörnin oft vel og stórleikur Helga í markinu hélt liðinu á floti.

Í seinni hálfeik mættu strákarnir sterkir til leiks fyrstu mínúturnar og eftir 35 mínútur var staðan 15-9. Hins vegar náði Selfoss aldrei að slíta sig frá Fjölni og minnkuðu þeir muninn í 20-15 þegar korter var eftir.  Fjölnir voru ekki hættir að minnka niður muninn og komu leiknum í 22-19 og skyndilega var kominn leikur. Þá ákváðu Selfyssingar að spýta aðeins í og komu stöðunni í 25-20. Það gerðist svo á 52 mínútunni að Sverrir Pálsson kom inn á í sinn fyrsta meistaraflokks leik og skoraði sitt fyrsta mark. Eftir fjörugar lokamínútur þar sem Selfyssingar vinna leikkafla 1-0 þremur leikmönnum færri, þá var lokastaðan 27-21 og ágætur 6 marka sigur staðreynd.

Liðið getur svo sannarlega spilað betur. Fyrri hálfeikurinn einkenndist annars vega af góðum varnarleik og frábærri markvörslu hjá Helga og hins vegar af skelfilegum sóknarleik. Það má segja að dæmið hafi snúist við í seinni hálfleik þar sem liðið fór að spila sókn, en þá hvarf vörnin og markvarslan algjörlega.  Jákvæðir punktar úr leiknum er markvarslan, en bæði Helgi og Sverrir voru með yfir 50% markvörslu og Hörður Bjarna var frábær í dag með 8 mörk. Einnig gott að fá Matthías inn með 5 mörk og 16 brotin fríköst. Það er líka erfitt að gleyma nýliðanum Sverri Pálssyni sem spilaði nýja stöðu á línunni og skoraði. Hins vegar komst liðið með sigrinum á topp deildarinnar ásamt Stjörnunni, en bæði lið eru með 8 stig.

Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 9. nóvember gegn Þrótti í Laugardalshöllinni. Hvetur heimasíðan alla til að fjölmenna á leikinn.

Tölfræði:

Hörður Gunnar 8/10

Matthías Örn 5/8, 5 stoðsendingar, 2 tapaðir boltar, 4 varin skot, 4 fráköst og 16 brotin fríköst

Einar Pétur 5/11 og 5 brotin fríköst

Atli K 3/6, 6 stoðsendingar, 2 tapaðir boltar, 5 varin skot og 7 brotin fríköst

Einar S 2/4, 3 stoðsendingar, 4 tapaðir boltar og 3 brotin fríköst

Gunnar Ingi 1/1

Jóhann G 1/3 og 2 tapaðir boltar

Sverrir P 1/2

Ómar H 1/1, 2 varin skot og 9 brotin fríköst

Magnús Már 1 fiskaður bolti og 1 brotið fríkast

Jóhann E 0/1

 

Markvarsla:

Helgi varði 16 skot og fékk á sig 14 (53%)

Sverrir varði 9 og fékk á sig 7 (56%)