Pepsi-Max-Deildin-2020-logo-liggjandi-negative
Selfoss lutu óvænt í gras gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni á JÁVERK-vellinum í gær.
Gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu og bættu öðru marki við á tíundu mínútu. Barbára Sól Gísladóttir náði að minnka muninn á 36. mínútu en Stjörnustelpur svöruðu að bragði og leiddu 1-3 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var einstefna Selfyssinga að marki Stjörnunnar en sóknin bar ekki árangur fyrr en í uppbótartíma að Helena Hekla Hlynsdóttir minnkaði muninn í 2-3 eftir fyrirgjöf frá Magdalenu Önnu Reimus.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Við tapið færðist Selfoss niður í fjórða sætið með 16 stig að loknum ellefu leikum. Næsti leikur í deildinni er á heimavelli gegn toppliði Vals miðvikudaginn 9. september kl. 17:00.