Selfoss_merki_nytt
Tveir leikir voru á Ragnarsmótinu í kvöld og enduðu báðir með jafntefli. Valur og Afturelding skildu jöfn 22 – 22 eftir spennandi lokamínútur. Staðan í hálfleik var 10 – 12 fyrir Aftureldingu. Markahæstir í liði Vals voru Elvar Friðriksson og Geir Guðmundsson með fimm mörk hvor, Finnur Ingi og Guðmundur Hólmar skoruðu þrjú mörk hvor. Markahæstir hjá Gróttu voru Jóhann Gunnar með fimm mörk og Böðvar Páll og Jóhann Jóhannsson með fjögur mörk.
Í seinni leik liðanna mættust heimamenn í Selfoss og Stjarnan og endaði sá leikur einnig með jafntefli, 25 – 25. Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en þá kom slæmur kafli Selfyssinga og staðan í hálfleik var 10 – 16 fyrir Stjörnuna. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá seinni endaði, Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörkin og staðan orðin 10 – 19. Þá skiptu Selfyssingar um gír og skoruðu fimmtán mörk á móti sex mörkum Stjörnumanna og leikurinn endaði 25 – 25 eins og áður sagði.
Markahæstir í liði Stjörnunnar voru Starri Friðriksson með sjö mörk, Þórir Ólafsson og Sverrir Eyjólfsson með fimm hvor og Víglundur Jarl með þrjú. Markahæstir hjá Selfoss voru Hörður Másson með fimm mörk, Andri Már og Sverrir Pálsson með fjögur, Elvar Örn með þrjú, Árni Geir, Hergeir Grímsson, Ómar Vignir og Jóhann Erlings með tvö hver og Gunnar Ingi með eitt mark skorað.
Á morgun föstudag, mætast Afturelding og Grótta klukkan 18:30 og svo Selfoss og HK klukkan 20:00