Ragnarsmótið hefst í dag

Ragnarsmót kvk 2018 - Selfoss
Ragnarsmót kvk 2018 - Selfoss

Í dag hefst hið árlega Ragnarsmót í handbolta á Selfossi, eitt elsta og virtasta æfingamót á Íslandi sem nú er haldið í 29. skiptið. Mótið verður í Hleðsluhöllinni í annað skiptið og hvetjum við stuðningsfólk allra liða að mæta og gleðjast með okkur yfir því að handboltinn sé byrjaður að rúlla á ný. Mótið er tvískipt eins og venja er, karla- og kvennamót. Strákarnir byrja í dag og stelpurnar taka síðan við á mánudaginn.

Í sjoppunni verða ísköld drykkjarföng, rjúkandi kaffi á könnunni og um að gera að fá sér brakandi ferskt súkkulaði með. Frítt er inn á alla leiki mótsins.

 

Ragnarsmót karla
A-riðill: Selfoss, Valur, ÍR
B-riðill: Haukar, ÍBV, Fram

Miðvikudagur 14. ágúst
17:45 ÍBV - Fram
19:30 Selfoss - Valur

Fimmtudagur 15. ágúst
18:30 Haukar - Fram
20:15 Selfoss - ÍR

Föstudagur 16. ágúst
18:30 Valur - ÍR
20:15 Haukar - ÍBV

Laugardagur 17. ágúst
10:00 Leikur um 5. sæti
11:40 Leikur um 3. sæti
13:15 Úrslitaleikur

Ragnarsmót kvenna
Mánudagur 19. Ágúst
18.30: Selfoss-Grótta
20.15: Fylkir-ÍR

Þriðjudagur 20. Ágúst
18.30: Selfoss-ÍR
20.15: Grótta-Fylkir

Miðvikudagur 21. Ágúst
18.30: Selfoss-Fylkir
20.15: ÍR-Grótta


Mynd: Stelpurnar unnu Ragnarsmót kvenna í fyrra.