3. fl 2
Dagana 11. - 12. maí fór seinni hluti Íslandsmóts unglinga fram, í umsjá Aftureldingar í Mosfellsbæ.
Selfoss átti 2 lið sem kepptu á laugardeginum, eitt lið í 3. flokki B og eitt lið í 3. flokki A.
3. flokkur B átti ágætt mót, æfingarnar gengu nokkuð hnökralaust fyrir sig og stelpurnar áttu skemmtilegan keppnisdag.
Stúlkurnar í 3. flokki A áttu sitt besta mót í vetur, þar sem æfingarnar gengu vel og þær skiluðu öllu vel frá sér. Þær enduðu í 4. sæti og unnu sér þar með inn rétt til að keppa á GK deildarmeistaramótinu sem verður haldið í júní.
Á sunnudeginum keppti 2. flokkur í A deildinni. Keppnin gekk vel hjá þeim á dýnu og gólfæfingum, en dálítið var um mistök í hestumferðinni á trampólíninu, sem kostaði þær dýrmæt stig. Stelpurnar voru þó samheldnar og flottar út allt mótið og sýndu mikla liðsheild.
Við erum mjög stolt og ánægð með þessi flottu lið sem kepptu á þessu móti og erum orðin spennt fyrir því næsta, sem fer fram þann 8. júní næstkomandi.
Til hamingju með mótið kæru iðkendur og þjálfarar og áfram Selfoss!