Selfoss áfram í 3.umferð

Selfoss vs Ribnica
Selfoss vs Ribnica

Selfoss er komið áfram í 3.umferð Evrópukeppni félagsliða eftir hreint út sagt magnaðan leik gegn RD Riko Ribnica. Liðið þurfti að vinna upp þriggja marka tap eftir fyrri leikinn, þeir gerðu það og gott betur og unnu sex marka sigur, 32-26. Selfoss hafði undirtökin á leiknum allan tíman og staðan í hálfleik var 15-10. Selfyssingar héldu slóvenunum allan tíman fjórum til sex mörkum frá sér og unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. Samanlagt 59-56 marka sigur.

Mörk Selfoss: Alexander Már Egan 8, Einar Sverrisson 6, Elvar Örn Jónsson 5, Hergeir Grímsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Haukur Þrastarson 3, Árni Steinn Steinþórsson 2.

Varin skot: Pawel Kiepulski 12 (57%), Sölvi Ólafsson 10 (63%).

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is, Mbl.is og Rúv.is.

Selfoss er því komið áfram í 3.umferð Evrópukeppni félagsliða og verður í pottinum þegar dregið verður í næstu viku. Takist liðinu að slá andstæðing sinn út er liðið komið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða. Næsti leikur hjá strákunum er hins vegar gegn Val á miðvikudagskvöldið. Stelpurnar taka á móti Val einnig þriðjudagskvöldið nk.
____________________________________

Mynd: Selfoss er komið áfram í Evrópukeppninni.

Umf. Selfoss / ESÓ