Einar Sverrissson vs FH oddaleik
Selfoss tapaði með þremur mörkum fyrir FH í gær, 26-29 og er því úr leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta. Selfoss tapaði einvíginu í undanúrslitum í oddaleik 2-3 eftir svakalega rimmu.
Selfoss byrjaði illa og voru FH-ingar með forystu í fyrri hálfleik, hálfleikstölur voru 12-15. FH voru betri aðilinn allan leikinn og náðu mest fimm marka forskoti þegar um stundarfjórðungur var eftir, 18-23. Selfyssingar tóku loks við sér og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 22-23. Lengra komst Selfoss ekki og FH-ingar sigruðu, 26-29.
Íþróttahúsið í Vallaskóla var smekkfullt og stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8 (2), Elvar Örn Jónsson 6, Haukur Þrastarson 3, Guðni Ingvarsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Teitur Örn Einarsson 2, Sverrir Pálsson, Atli Ævar Ingólfsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 18 (40%)
Selfoss er því komið í sumarfrí, en þessi handboltaleikur er sá síðasti sem liðið spilar í íþróttahúsinu í Vallaskóla. Handboltinn mun færa heimavöll sinn yfir í íþróttahúsið IÐU fyrir næsta tímabil.
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.
____________________________________________
Mynd: Einar Sverrisson var markahæsti maður Selfoss í úrslitakeppninni með 59 mörk. Hér er hann að skora eitt þeirra.
Umf. Selfoss / JÁE