elvar örn
Strákarnir unnu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir lögðu KR að velli í kvöld á útivelli.
Varnarleikur beggja liða var í fyrirrúmi framan af leik, staðan var 4-3 fyrir KR eftir 12 mínútna leik en þá kom góður kafli hjá Selfyssingum og eftir 20 mínútur var staðan orðin 5-8 Selfyssingum í vil. Leikurinn hélst svo í jafnvægi út fyrri hálfleikinn og leiddu okkar menn 8-12 í hálfleik.
KR-ingar komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk og hélst leikurinn í jafnvægi eftir það, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 15-18 fyrir Selfoss. Héldu strákarnir áfram og juku aðeins muninn og lönduðu góðum sigri 20-24.
Markaskorunin var eftirfarandi:
Elvar Örn Jónsson 9
Alexander Egan 4
Egidijus Mikalonis 3
Rúnar Hjálmarsson 2
Andri Már Sveinsson 1
Jóhann Erlingsson 1
Teitur Örn Einarsson 1
Árni Geir Hilmarsson 1
Hergeir Grímsson 1
Örn Þrastarson 1
Birkir Fannar stóð í markinu og varði vel, Helgi Hlynsson kom inn til að reyna að verja eitt víti.
Fimmeinn.is tók viðtal við Örn eftir leik
Næsti leikur strákanna er jafnframt fyrsti heimaleikurinn þeirra en hann fer fram föstudaginn 2. okt klukkan 19:00. Það kvöld verður tvíhöfði í Vallaskóla því Mílan á leik gegn KR klukkan 21:00. Hvetjum alla til að mæta á þessa handboltaveislu.