Screenshot 2019-04-04 at 10.47.25
Þau Barbára Sól Gísladóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Guðmundur Tyrfingsson eru öll búin að vera að leika fyrir Íslands hönd síðustu vikurnar.
Áslaug Dóra lék með U17 ára landsliði kvenna á Ítalíu í lok mars mánaðar í milliriðli undankeppni EM 2019. Liðið endaði mótið í 3. sæti.
Barbára Sól er í Hollandi með U19 ára landsliði kvenna, en þær gerðu 2-2 jafntefli gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins í milliriðli undankeppni EM 2019
Guðmundur er staddur í Krótíu með U16 ára landsliði karla. Liðið tapaði 3-4 gegn Króatíu í fyrsta leik sínum á UEFA Development Tournament, Guðmundur var fyrirliði liðsins í leiknum.
Næst mæta strákarnir Bólivíu og fer sá leikur fram á föstudaginn og hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.
Frábærir fulltrúar félagsins okkar
Áfram Selfoss!