Lið Frjálsíþróttadeildar Selfoss
Aldursflokkamót HSK 11-14 ára fór fram á Selfossvelli dagana 11. og 12. júní sl. Mörg afrek litu dagsins ljós og margir að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum. Lið Selfoss gjörsigraði stigakeppni félaganna með 441 stig en Dímon varð í öðru sæti með 133 stig. Héraðsleikar HSK 10 ára og yngri fóru fram fyrri daginn og var góð þátttaka á Héraðsleikunum en þar eru ekki afhent einstök verðlaun heldur fá allir þátttökupening.
HSK meistarar frjálsíþróttadeildar Selfoss urðu eftirtaldir aðilar:
11 ára flokkur:
Andri Már Óskarsson: 60 m hlaup 9,60sek - 600m hlaup 2:09.48mín – langstökk 3,98m -kúluvarp 7,78m
Hilmir Dreki Guðmundsson: hástökk 1,15m – spjótkast 18,54m
Bjarkey Sigurðardóttir: 60m hlaup 10,43 sek – hástökk 1,10m – kúluvarp 5,22m
12 ára flokkur:
Andri Fannar Smárason: 60m grind 12,55 sek – spjótkast 22,02m
Sigríður Elva Jónsdóttir: 60m hlaup 9,03 sek – 600m hlaup 2:11,06 mín
Þórhildur Salka Jónsdóttir: 60m grind 12,65 sek – hástökk 1,25m – kúluvarp 6,76m
13 ára flokkur:
Magnús Tryggvi Birgisson: 100m hlaup 14,68 sek – 600m hlaup 2:09,74 mín – 80m grind 15,88 sek – hástökk 1,33m – langstökk 4,33m – kúluvarp 8,54m- 4x100m boðhlaup
Birkir Aron Ársælsson: spjótkast 30,06m
Ásta Kristín Ólafsdóttir: spjótkast 33,60m - 4x100m boðhlaup
Elísabet Freyja Elvarsdóttir: 4x100m boðhlaup
14 ára flokkur:
Stormur Leó Guðmundsson: hástökk 1,10m – kúluvarp 7,21m
Anna Metta Óskarsdóttir: 100m hlaup 13,81 sek – 600m hlaup 1:56,73 mín – 80m grind 14,11 sek- hástökk 1,39m –langstökk 4,70m - 4x100m bohlaup
Adda Sóley Sæland: Kúluvarp 8,54m