Selfyssingar þriðju í sveitakeppninni

Sveitakeppni JSÍ 2014
Sveitakeppni JSÍ 2014

Sveitakeppni karla var haldin laugardaginn 15. nóvember í Laugardalshöll. Alls kepptu átta sveitir á mótinu og mætti Júdódeild Selfoss með eina sveit til keppninnar.

Júdódeildin varð fyrir áfalli fyrr í vikunni þegar okkar sterkasti júdómaður Þór Davíðsson meiddist á öxl. Í hans stað í -90 kg flokki kom 16 ára júdómaður Grímur Ívarsson og stóð hann sig gífurlega vel. Aðrir í sveitinni voru Brynjólfur Ingvarsson -66 kg, Teitur Sveinsson og Guðmundur Tryggvi Ólafsson -81 kg og Egill Blöndal +90 kg. Ekki tókst að manna -73 kg flokk í sveitina.

Sveitin vann tvær viðureignir og tapaði einni og höfnuðu í 3. sæti á mótinu. Það er góður árangur miðað við að tveir af keppendunum okkar voru að glíma í fyrsta sinn á móti.

Úrslit og myndir frá sveitakeppninni

bp

---

Sveit Umf. Selfoss á mótinu. F.v. Úlfur Böðvarsson, Þór Davíðsson, Grímur Ívarsson, Teitur Sveinsson, Guðmundur Tryggvi Ólafsson, Bergur Pálsson, Egill Blöndal og Brynjólfur Ingvarsson.
Mynd: Umf. Selfoss