Knattspyrna - Gervigrasvöllur
Í seinustu viku hófust framkvæmdir við að skipta um gervigras á Selfossvelli. Völlurinn hefur verið afar vel nýttur síðustu fjórtán árin en kominn var tími á að skipta um gras til að tryggja öryggi iðkenda. Æfingar á nýju og öruggara grasi hefjast í nóvember.
Æfingar knattspyrnudeildar verða með óhefðbundnum hætti í október en þjálfarar hafa skipulagt mjög fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar með áherslu á styrktarþjálfun, liðsfundi, þrekæfingar, félagslega viðburðir og fótboltaæfingar á fjölbreyttum stöðum.
Allar upplýsingar um dagskrá og staðsetningar æfinga finna iðkendur og forráðamenn í Sideline appinu. Þeir sem eru ekki með Sideline þurfa að ganga frá greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni selfoss.felog.is sem allra fyrst svo þeir missi ekki af tilkynningum og viðburðum.
Ef einhverjar spurningar vakna hvetjum við fólk til að hafa samband við Gunnar Rafn Borgþórsson, yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar, í gegnum netfangið gunnar@umfs.is.
---
Búið er að fjarlægja gamla gervigrasið af Selfossvelli.
Ljósmynd: Umf. Selfoss