Sópurinn á lofti á Selfossi

59458531_1460843994068249_7641763326673813504_o
59458531_1460843994068249_7641763326673813504_o

Selfoss mætti Valsmönnum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í troðfullri Hleðsluhöll í kvöld.  Leiknum lauk með sigri Selfoss, 31-32.  Einvíginu er því lokið með 3-0 sigri Selfyssinga og strákarnir eru komnir í úrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn síðan 1992!

Fyrri hálfleikur fór af stað með fullri ferð eins og hinir leikrnir í þessari seríu.  Liðin skiptust á að halda forystunni en munurinn aldrei meiri en tvö mörk og jafnt á flestum tölum.  Þegar nokkrar mínútur voru eftir af hálfleiknum þá tóku Selfyssingar áhlaup á Valsara sem misstu einbeitinguna, staðan í hálfleik 17-14.

Síðari hálfleikur byrjar í jafnvægi, Selfyssingar héldu forskotinu í 2-3 mörkum þar til 10 mínútur voru eftir af leiknum.  Þá stigu heimamenn á bensíngjöfina og komu forystunni upp í 5 mörk.  Valsmenn virtust missa trúna á sigri í þessum leik á sama tíma.  Það breytti því þó ekki að Valsmenn skoruðu 3 mörk í röð og minnkuðu muninn í 28-26 og hefðu getað bætt við einu marki í viðbót.  Það var of lítið og of seint og Selfyssingar lokuðu þessum leik með nokkuð traustvekjandi hætti.

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 6/3, Hergeir Grímsson 5, Árni Steinn Steinþórsson 4, Haukur Þrastarson 4, Nökkvi Dan Elliðason 3, Guðni Ingvarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Alexander Már Egan 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 8 (32%), Sölvi Ólafsson 1 (10%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is og Mbl.is.

Eins og áður segir, þá eru strákarnir komnir í úrslit Íslandsmótsins.  Þar mun Selfoss mæta sigurvegurum í einvígi Hauka og ÍBV, staðan í því einvígi er 2-1 fyrir Haukum. Fyrsti leikur í úrslitaeivíginu verður  á þriðjudaginn í næstu viku, en við tölum betur um það þegar nær dregur. 


Mynd: Elvar Örn hefur verið öflugur í úrslitakeppninni og skoraði 6 mörk í kvöld.
Umf. Selfoss / JÁE