Sprengimót hópur
Það voru ellefu hressir krakkar sem tóku þátt í Sprengimóti Óðins á Akureyri helgina 20. og 21. september. Hópurinn lagði af stað frá Tíbrá á föstudeginum og sneri aftur seint á sunnudeginum en gist var í Brekkuskóla á Akureyri.
Heilt yfir öðluðust krakkarnir mikla reynslu þar sem þetta var fyrsta alvöru sundmót margra. Í heild gekk öllum mjög vel og stóðust allar væntingar sem gerðar voru til þeirra.
Oliver Figlarski krækti í gullverðlaun í 50 metra skriðsundi á tímanum 39.57 sekúndum og einnig í 100 metra bringusundi á 1:59.72 mínútum. Oliver varð einnig þriðji í 100 metra skriðsundi á tímanum 1:26.82 mínútum.
Í 50 metra baksundi varð Ísak Dagur Guðmundsson annar á tímanum 56.42 sekúndum og sömuleiðis Baldur Þór Bjarnarson á 50.87 sekúndum.
Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Sundfélagsins Óðins.
---
Efri mynd: Keppendur Selfoss ásamt Amöndu yfirþjálfara.
Neðri mynd: Ísak Dagur, Baldur Þór og Oliver kampakátir með árangurinn.
Myndir: Umf. Selfoss/Amanda Ágústsdóttir