Stelpurnar með fullt hús stiga á toppnum

Elín Krista Sigurðardóttir
Elín Krista Sigurðardóttir

Selfoss tyllti sér á toppinn á Grill66-deildinni eftir sigur á Fylki í Hleðsluhöllinni, 22-17.

Stelpurnar voru lengi í gang og skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á 8. mínútu og voru þá búnar að fá á sig þrjú mörk. Þær voru skrefi á eftir meiri hluta fyrri hálfleiks en náðu að jafna á lokasekúndum fyrri hálfleiks í 11-11.

Selfyssingar komu síðan að fullum krafti inn í seinni hálfleik og skelltu í lás í vörninni. Fyrsta mark Fylkis í seinni hálfleik kom ekki fyrr en á 41. mínútu og Selfossvörnin fékk aðeins á sig sex mörk í seinni hálfleik.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Agnes Sigurðardótti 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1

Varin skot: Henriette Østergård 12 (46%) og Dröfn Sveinsdóttir 1 (33%)

Stelpurnar eru því með fullt hús stiga í toppsætinu í Grill66-deildinni eftir 3. umferðir. Nánar má lesa um leikinn á Sunnlenska.is.

Það er smá landsliðspása hjá stelpunum sem eiga ekki leik fyrr en föstudaginn 11. október gegn ÍR í Austurbergi. Strákarnir eru hins vegar á leið til Konungsríkisins Svíþjóðar og munu þar mæta HK Malmö í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða, en leikurinn verður laugardaginn næstkomandi klukkan tvö að íslenskum tíma. Starfsmenn SelfossTV munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að sýna leikinn, en það kemur í ljós er nær dregur.


Mynd: Elín Krista stóð sig vel bæði í vörn og sókn í kvöld.
Sunnlenska.is / Guðmundur Karl