Hulda Dís Þrastardóttir
Selfoss tapaði 28-23 þegar liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja í Olísdeild kvenna í kvöld.
Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Eyjakonur náðu forystu undir miðjum fyrri hálfleik og leiddu allan leikinn. Hálfleikstölur voru 15-7 fyrir ÍBV. Seinni hálfleikurinn varð aldrei spennandi en munurinn varð mestur í upphafi seinni hálfleiks, 19-10. Sóknarleikur Selfoss batnaði þegar leið á en sigur ÍBV var aldrei í hættu. Lokatölur 28-23.
Mörk Selfoss: Harpa Brynjarsdóttir 6, Hulda Dís Þrastardóttir 6, Elva Rún Óskarsdóttir 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Agnes Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Viviann Peterson 11 skot (%)
Eftir leikinn er Selfoss enn í 6.sæti með 7 stig. Aðeins eru þrír leikir eftir í deildinni og næsti leikur hjá stelpunum er gegn Gróttu mánudaginn 26.febrúar. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir stelpurnar og geta þær tryggt sér öruggt sæti í Olísdeildinni að ári. Mikilvægt er að Selfyssingar fjölmenni á völlinn og styðji stelpurnar okkar.
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Mbl.is. Leikskýrslu má nálgast hér.
____________________________________________
Mynd: Hulda Dís var markahæst í kvöld ásamt Hörpu Brynjars, en þær skoruðu 6 mörk hvor.
Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.