Strákarnir í 5. flokki standa sig með sóma

Handbolti - 5. fl. kk A
Handbolti - 5. fl. kk A

Strákarnir á eldra ári í 5. flokki (fæddir 2003) tóku þátt í fjórða móti vetrarins um sl. helgi.

Selfoss 1 vann 1. deildina og tryggði sér með því Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki 2016-2017 þrátt fyrir að enn sé eitt mót eftir. Selfoss 2 vann einnig alla sína leiki um helgina í 3. deild og munu þar af leiðandi leika í 2. deild á næsta móti. Selfoss á því tvö lið á topp 10 á landsvísu í þessum ógnarsterka árgangi.

Þetta er þriðja árið í röð sem Selfoss verður Íslandsmeistari í þessu aldursflokki en þetta er sami flokkur og varð í þriðja sæti á Norden Cup sem fram fór í Svíþjóð milli jóla og nýárs. Strákarnir spiluðu mjög góða vörn í leikjunum og í sókninni var samspilið gífurlega gott og voru allir leikmenn að skila til liðsins.

Fleiri flokkar eiga þess kost að vinna titla á þessu keppnistímabili. Strákarnir í 4. flokki karla hafa nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í ár en þeir urðu einnig bikarmeistarar á dögunum. Auk þess er 6. flokkur drengja í harðri toppbaráttu og 4. flokkur stúlkna eru mjög líklegar til að landa deildarmeistartitlinum.

---

Glæsilegir strákar sem unnu alla sína leiki um helgina.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss