Súrsætt stig á heimavelli

213775286_1908400619322980_4381853991938694582_n
213775286_1908400619322980_4381853991938694582_n

Selfyssingar þurftu að sætta sig við eitt stig þegar liðið mætti Þór frá Akureyri í Lengjudeildinni í gærkvöldi. Það var lítið búið af leiknum þegar gestirnir tóku forystuna í leiknum og staðan orðin 0-1 eftir einungis tæpar átta mínútur. Eftir það tóku Selfyssingar völdin á vellinum og sóttu linnulaust að marki Þórs en vörn gestanna stóð storminn af sér. 0-1 í hálfleik.

Yfirburðir Selfyssinga héldu áfram inn í síðari hálfleikinn en að var ekki fyrr en á 75. mínútu sem að varamaðurinn Valdimar Jóhannsson jafnaði fyrir Selfyssinga. Markið kom eftir hálfgert klafs í teig gestanna en frábærlega gert hjá Valda. Síðustu mínúturnar fengu bæði liðin færi til þess skora sigurmarkið en hvorugu liðinu tókst ætlunarverkið. Lokatölur 1-1.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Eftir leikinn sitja Selfyssingar í tíunda sæti deilarinnar með níu stig. Næsti leikur liðsins er gegn Fjölni í Grafarvogi á föstudagskvöldið kemur klukkan 19:15

---

Valdimar tryggði Selfyssingum stig á heimavelli.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð