Sarah Boye
Stelpurnar fengu skell gegn nýliðum KA/Þór, þegar þær töpuðu 18-23 í 4.umferð Olísdeildarinnar í gær. Selfoss byrjaði betur en eftir 10.mínútna leik tóku norðanstelpur við og leiddu út allan leikinn, staðan í hálfleik var 9-13. Selfoss sýndi góða kafla í seinni hálfleik en það dugði ekki til vann KA/Þór með fimm mörkum, 18-23.
Mörk Selfoss: Sarah Bøye 6, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 13 (36%).
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.
Selfoss er því í neðsta sæti deildarinnar með eitt stig eftir fjórar umferðir. Næsti leikur er útileikur gegn Valskonum, þriðjudaginn 16.okt kl 19:30
____________________________________________
Mynd: Sarah Bøye var markahæst með 6 mörk.
Umf. Selfoss / ESÓ