Arna Kristín Einarsdóttir - Víti
Stelpurnar létu í minni pokann fyrir Gróttu í Hleðsluhöllinni í dag, er liðin áttust við í Grill 66 deildinni, 20-25.
Grótta byrjaði leikinn betur og náðu fljótt yfirhöndinni, voru komnar 1-4 yfir eftir nokkrar mínútur. Selfyssingar tóku þá við sér og minnkuðu muninn. Grótta tók leikinn aftur yfir og slitu sig frá heimastelpum, staðan í hálfleik var 8-14. Gestirnir héldu áfram að vera ákveðnara liðið í uppahafi síðari hálfleiks og virtust vera að ganga frá leiknum þegar Selfyssingar tóku leikhlé í stöðunni 10-18. Selfyssingar voru þó ekki hættir og minnkuðu stelpurnar muninn niður í fjögur mörk áður en Grótta náðu jafnvægi á sinn leik á ný og sigruðu að lokum, 20-25.
Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 6/4, Katla Björg Ómarsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 3, Ivana Raičković 1.
Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 8/1 (24%)
Næsti leikur stúlknanna er eftir 10 daga í Mosfellsbæ, en þær mæta Aftureldingu miðvikudaginn 24. mars.
Mynd: Arna Kristín Einarsdóttir var öflug að vanda og nýtti í dag öll fjögur vítin sín.
Umf. Selfoss / SÁ