Þórir miðlaði af reynslu sinni til Selfyssinga

Handbolti - Þórir og Kjartan
Handbolti - Þórir og Kjartan

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, var staddur á Selfossi í seinustu viku. Við það tækifæri hélt hann fyrirlestra fyrir þjálfara og leikmenn Selfoss þar sem hann miðlaði af þekkingu sinni og reynslu.

Auk þess hitti Þórir stjórnarfólk og styrktaraðila deildarinnar en hann vinnur einnig við það hjá norska handboltasambandinu að sinna styrktaraðilum sambandsins með fyrirlestrarhaldi og kennslu. Í fyrirlestrinum fjallaði hann m.a. um hvernig við getum notað hugsunarhátt afreksíþróttanna í fyrirtækjarekstri og stjórnsýslu, gildi teymisvinnu, árangur norska kvennalandsliðið.

---

Í hálfleik á leik Selfoss og Aftureldingar var Þórir heiðraður fyrir frábæran árangur og var það Kjartan Björnsson sem afhenti honum bók og blóm fyrir hönd Sveitafélagsins Árborgar.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/JÁE