Handbolti - Einar Sverrisson
Selfoss sigraði Stjörnuna í 12.umferð í Olísdeildinni nú í kvöld. Selfyssingar byrjuðu að krafti og var mikil barátta í okkar mönnum, sú barátta skilaði 6 marka forskoti í hálfleik, 16-10. Strákarnir mættu ekki sama krafti inn í seinni hálfleikinn og náði Stjarnan að minnka niður í 2 mörk, 22-20 þegar um 10 mínútur voru eftir. Þá kviknaði aftur á Selfyssingum og lönduðu þeir öruggum 5 marka sigri, 31-26.
Einar Sverrisson og Haukur Þrastarson voru markahæstir Selfyssinga með 7 mörk og stóðu sig einnig vel í vörninni. Hergeir Grímsson og Atli Ævar Ingólfsson skoruðu báðir 5 mörk. Teitur Örn Einarsson var með 4 mörk, Árni Steinn Steinþórsson 2 og Alexander Már Egan 1 mark.
Helgi Hlynsson var með 10 skot varin í markinu (37%) og Sölvi Ólafsson 2 skot (29%).
Selfoss er áfram í 5. sæti deildarinnar eftir leikinn með 16 stig, jafnir ÍBV og eiga næst leik sinn gegn Fjölni úti sunnudaginn 10.des.
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.
____________________________________________
Mynd: Einar Sverrisson átti góðan leik, skoraði 7 mörk og stóð sig einnig vel í vörninni.
Jóhannes Á. Eiríksson.