Þriggja marka tap út í Slóveníu

Einar Sverrisson gegn Ribnica
Einar Sverrisson gegn Ribnica

Selfoss tapaði 30-27 í fyrri leiknum gegn Ribnica frá Slóveníu í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í gær.

Selfyssingar byrjuðu betur í leiknum og komstu í 2-6 en þá hrukku Ribnica menn í gang og komust yfir 12-9. Ribnica var fjórum mörkum yfir, 17-13. Selfoss náði að minnka muninn í seinni hálfleik niður í tvö mörk, en nær komust þeir ekki og þriggja marka tap staðreynd, 30-27. Þetta hljóta að teljast fín úrslit m.v. styrkleika slóvenska liðsins, seinni hálfleikur í einvíginu verður spilaður laugardaginn 13.október n.k. hér heima.

Mörk Selfoss: Árni Steinn Steinþórsson 6, Elvar Örn Jónsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Einar Sverrisson 4, Haukur Þrastarson 3, Hergeir Grímsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Pawel Kiepulski 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 10 og Helgi Hlynsson 2.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Vísir.is og Rúv.is.

Þétt dagskrá er hjá báðum liðum í október og er næsti leikur gegn ÍBV í eyjum á miðvikudaginn n.k. Seinni leikur liðanna í 2.umferð Evrópukeppninnar verður laugardaginn n.k. kl 18:00. Forsala miða fer fram í Hleðsluhöllinni kl 18:30 fimmtudaginn 11.október, forsala fyrir Platínumkorthafa verður sama dag kl. 18:30.

____________________________________________

Mynd: Einar Sverrisson stekkur upp yfir vörn Ribnica, Einar skoraði 4 mörk í leiknum.

RD Riko Ribnica