Tilkynning frá knattspyrnudeild

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss hefur ákveðið að hætta við þátttöku á mótum fyrir 6. og 7. flokk karla og kvenna sem fyrirhugað var að taka þátt í næstu tvær helgar á meðan neyðarstig vegna COVID-19 er í gildi á Íslandi. Að mati stjórnar deildarinnar er það samfélagsleg ábyrgð okkar að tryggja öryggi bæði iðkenda og þjálfara ásamt þeim er standa þeim næst hvort um sé að ræða aðstandendur, foreldra, systkini, afa eða ömmur.

Önnur starfsemi knattspyrnudeildar helst óbreytt og munum við halda úti æfingum og stökum leikjum en endurmetum stöðuna daglega og verðum í reglulegum samskiptum við aðstandendur og látum vita ef eitthvað breytist.
Er það gert í samræmi við tilmæli eftir fund íþróttahreyfingarinnar á Íslandi með almannavörnum.
http://isi.is/frettir/frett/2020/03/09/Fundur-um-Covid-19-veiruna/

Við vonum að foreldrar virði og styðji ákvörðun deildarinnar.

Fyrir hönd knattspyrnudeildar,
Gunnar Borgþórsson
Yfirþjálfari knattspyrnudeildar Selfoss