Toppliðið of stór biti í kvöld

39585428_1256318594520791_81135196396584960_o
39585428_1256318594520791_81135196396584960_o

Stelpurnar töpuðu gegn Val í Hleðsluhöllinni í Olísdeild kvenna í kvöld, 30-17.

Í upphafi leiks gekk báðum liðum illa að skora og voru markmennirnir frábærir, eftir 5 mínútna leik var staðan 0-1 fyrir Val.  Eftir það voru Valsstúlkur fyrri til að finna taktinn og náðu forustu sem þær fóru svo með inn í hálfleik, 7-14.  Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn mun betur en þann fyrri og náðu að minnka muninn í 11-15.  Gestirnir höfðu lítinn húmor fyrir því og settu allt á fullt og keyrðu yfir okkar stelpur, staðan 12-27 með 22 mínútur á klukkunni og leikurinn í raun búinn.  Eins og fyrr segir endaði leikurinn svo 30-17.

Staða Selfoss er óbreytt eftir þessa umferð, liðið er sem fyrr á botni deildarinnar með 4 stig.  Þrem stigum fyrir ofan er HK.  Markmiðið núna hlýtur að vera að ná upp fyrir þær og komast í umspil um sæti í Olísdeildinni næsta vetur.  Fjórar umferðir eru eftir og nóg af stigum í boði.

Mörk Selfoss:  Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Sarah Boye 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Sólveig Erla Oddsdóttir 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 7 (26%), Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2 (40%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Næsti leikur er á föstudaginn þegar strákarnir taka á móti FH.  Það er svo smá pása hjá stelpunum, en þær fara  í Safamýrina þar sem þær munu etja kappi við Fram á þriðjudagskvöldið 12. mars.
____________________________________
Mynd: Ída Bjarklind var markahæst með 4 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE