Tvö stig kláruð í Kórnum

Einar Sverris-Ribnica
Einar Sverris-Ribnica

Selfoss mætti HK í sínum fyrsta leik í Olísdeildinni á nýju ári.   Íslandsmeistararnir sóttu öruggan sigur í greipar heimamanna, 29-34.

Fyrsta mark leiksins skoraði Einar Sverrisson, en hann var að snúa aftur eftir tæpt ár á meiðslalistanum.  Hann fór af stað af miklum krafti og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Selfyssinga.  Á þessum fyrstu mínútum náðu Selfyssingar þriggja marka forystu sem HK vann þó upp aftur og jöfnuðu í 6-6.  Eftir það var allt jafnt þar þar til lokamínúturnar runnu upp.  Selfyssingar skoruðu þá síðustu fjögur mörk hálfleiksins og leiddu þar með 13-17.

Sá munur hélst lítið breyttur fram eftir síðari hálfleik, allt þar til heimamenn minnkuðu muninn niður í tvö mörk á 50. mínútu, 25-27.  Selfyssingar skelltu þá í lás og hlupu framúr HK, skoruðu fimm mörk á 5 mínútna kafla.  Leik lauk svo með öruggum sigri Selfyssinga 29-34.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 11/3, Einar Sverrisson 7, Atli Ævar Ingólfsson 7, Daníel Karl Gunnarsson 3, Alexander Már Egan 3, Magnús Öder Einarsson 2, Guðni Ingvarsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 3 (17%) og Sölvi Ólafsson 3 (18%).

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is, Mbl.is og Sunnlenska.is.

Eftir úrslit kvöldisins eru Selfyssingar sem fyrr í 5. sæti Olísdeildarinnar.  Næst á dagskrá er handboltaveisla á Selfossi, en á laugardaginn mæta strákarnir ÍBV kl. 16:00 og stelpurnar taka á móti ÍR.  Tveir risaleikir í Hleðsluhöllinni hljóta að þýða að við verðum að fjölmenna.


Einar Sverrisson átti frábæra endurkomu í kvöld þegar hann skoraði 7 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE