Upphitun fyrir Víkingur - Selfoss á föstudaginn

Á föstudaginn 19. Október klukkan 19.30 fer Selfoss Í Víkina til að leika gegn Víkingi í stórleik 4. Umferð 1. deildarinnar. Von er á góðum leik eins og hefur verið þegar þessi lið hafa mæst.

Víkingur hefur byrjað tímabilið á besta veg, enda unnið alla sína leiki. Þeir sitja því í toppsætinu í 1. deildinni. Þeir hafa á að spila jöfnu liði, þó hefur Selfyssingurinn Atli Hjörvar Einarsson staðið upp úr hingað til. En hann er markahæstur í liði Víkinga. Einnig er Sebastian Alexandersson þjálfari mfl. kvenna og fyrrverandi þjálfari mfl. karla og markvörður Selfyssinga í liði þeirra. Hann mun þó ekki spila gegn Selfoss í vetur.  Akureyringurinn Hlynur E. Matthíasson hefur einnig verið öflugur í Víkings liðinu hingað til og skorað til dæmis sigurmarkið í seinustu tveimur leikjum þeirra.

Selfoss hafði byrjað tímabilið vel þangað til að Stjarnan kom í heimsókn seinasta Föstudag. Tap þar þýðir að Selfoss situr núna í 3 sætinu. Liðið er þó hungrað í að komast sem fyrst aftur á beinu brautina og Víkings leikurinn frábært tækifæri til þess. En með sigri og hagstæðum úrslitum kemst Selfoss á topp deildarinnar.

Ljósmynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl.

Einar Sverrisson hefur verið flottur í byrjun tímabilsins og er markahæsti leikmaður liðsins með 22 mörk. Á Eftir honum kemur Einar Pétur Pétursson með 17 mörk. En þeir tveir hafa verið afgerandi bestu útispilarar Selfoss hingað til. Það má þó ekki gleyma markvörðum liðsins Helga Hlynsson og Sverrir Andrésson sem hafa báðir skilað sínu í markinu. Það er þó vonandi að Atli Kristinsson fari að stíga upp og sýna hvað hann getur. Enda einn leikreyndasti leikmaður liðsins og mikilvægur hlekkur í liðinu, hann hefur þó skilað miklilvægu hlutverki í vörninni.

Í fyrra léku liðin saman í 1.deildinni og mættust fjórum sinnum. Víkingur hefur vinningin þar með 2 sigrum, einu sinni skildu liðin jöfn og vann Selfoss 1 sigur. En sá sigur vannst í seinasta deildarleiknum í fyrra, sem trygði Selfoss sæti í umspilinu.

Hvetur heimasíðan alla Selfyssinga til að mæta í Víkinna. Enda skiptir ykkar stuðningur okkur miklu máli og hefur það sannast oft að það getur verið munurinn á að tapa og vinna

.