Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar 2016

Daníel Jens og Hrafnhildur Hanna Íþróttafólk Árborgar 2015
Daníel Jens og Hrafnhildur Hanna Íþróttafólk Árborgar 2015

Fimmtudaginn 29. desember nk. fer fram árleg uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar. Hátíðin fer fram í hátíðarsal FSu og hefst kl. 19:30.

Á hátíðinni eru þeir einstaklingar sem hafa skarað framúr á árinu í sinni íþrótt heiðraðir ásamt því að íþróttafélögin úthluta úr sínum afrekssjóðum sem sveitarfélagið leggur pening í samkvæmt samningi. Hápunktur kvöldsins er síðan þegar tilkynnt er um kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2016.

Árlega eru útnefnd í sveitarfélaginu íþróttakona og karl sem hafa skarað framúr í íþróttum á árinu. Þetta ár er engin undantekning en 10 íþróttakonur og 13 íþróttakarlar hafa verið tilnefnd af íþróttafélögum til nafnbótarinnar „íþróttakarl eða íþróttakona Árborgar 2016“. Hér að neðan má nálgast gögn um hverjir séu tilnefndir ásamt umsögnum um viðkomandi.

Íþróttakona og íþróttakarl Árborgar 2016 – tilnefningar og umsagnir

Tónlistarkonurnar Bergrún Gestsdóttir, Arna Dögg Sturludóttir og Birta Rós Hlíðdal sem unnu söngkeppni FSu fyrr í haust spila og syngja nokkur lög.

Hátíðin er öllum opin en boðið er uppá kaffi og meðlæti að henni lokinni.

---

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Daníel Jens Pétursson íþróttafólk Árborgar 2015 með verðlaunagripi sína.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson