Grýlupottur 2014 ræsing
Fjórða Grýlupottahlaup ársins 2014 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 17. maí og þreyttu 109 þátttakendur hlaupið að þessu sinni. Veður var milt en léttur rigningarúði lék við hlaupara. Bestum tíma náðu systkinin Hildur Helga á 3,50 mín og Teitur Örn á 2,33 mín.
Úrslit úr hlaupum ársins má finna á fréttavefnum Sunnlenska.is með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.
4. Grýlupottahlaup 2014
3. Grýlupottahlaup 2014
2. Grýlupottahlaup 2014
1. Grýlupottahlaup 2014
Fimmta hlaup ársins fer fram nk. laugardag 24. maí. Skráning hefst í Tíbrá kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.
Allir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu og verður verðlaunaafhending laugardaginn 7. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.
---
Það er ávallt mikil spenna í ræsingunni.
Mynd: Úr safni Umf. Selfoss