Veglegir styrkir til Umf. Selfoss

hsk_rgb
hsk_rgb

Á dögunum úthlutaði Verkefnasjóður HSK rúmum tveimur milljónum til 42 verkefna á sambandssvæði sínu. Tilgangur sjóðsins er m.a. að styrkja félags- og íþróttastarf á sambandssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins.

Alls fengu 26 verkefni á vegum Umf. Selfoss styrk úr Verkefnasjóðnum en úthlutað var úr sjóðnum fyrir árið 2014 í lok október.

Fram kemur á heimasíðu HSK að 42 verkefni voru styrkt að þess sinni að upphæð kr. 2.140.000- . Auk landsliðsverkefna, keppnisferða erlendis og menntunar þjálfara og dómara fékk Umf. Selfoss úthlutað vegna samstarfs um þjálfararáðstefnu í Árborg, kynningarverkefna og undirbúnings fyrir hátíðar- og sögusýningu félagsins. Við úthlutun í ár var opnað á að veita afreksstyrki úr sjóðnum og hlaut frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir styrk úr sjóðnum. Alls fékk Selfoss úthlutað til starfsemi sinnar kr. 1.545.000-.

Aðalstjórn Umf. Selfoss og deildir félagsins vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til HSK fyrir styrkina.