Brian Jörgensen motocrossþjálfari og fyrrum atvinnumaður í motocross kom til Íslands á dögunum og hélt námskeið fyrir iðkenndur UMFS í samstarfi við Vélhjólaklúbbinn VÍK, námskeiðið var vel heppnað og fjölmargir nýttu sér þetta tækifærið að fá heimsklassa þjálfun. Brian þjálfar bæði landslið og marga bestu atvinnumenn í evrópu í motocross og er því frábært að fá hann til að koma og þjálfa hjá okkur á Selfossi. Brian er svo væntanlegur aftur til landsins til að taka þátt í Route 1 - hringferð í kringum landið sem hefst 10. júlí 2023.
Nokkrar myndir frá æfingnum bæði á Selfossi og í bolaöldu