Taekwondo Dagný María úr texta
Eftir rétta viku verður nóg um að vera hjá taekwondodeild Selfoss!
Laugardaginn 10. desember kemur meistari deildarinnar Sigursteinn Snorrason 6. dan og heldur beltapróf fyrir iðkendur deildarinnar.
Sunnudaginn 11. desember verður haldið HSK mót í bardaga, formum og þrautabraut. Mótsgjald kr. 2.500.
Mánudaginn 12. desember verður svo árleg jólaæfing deildarinnar þar iðkendur mæta með smákökur, mandarínur og góða skapið. Allir iðkendur 12 og yngri mæta saman kl. 17:00-17:55 og allir iðkendur 13 ára og eldri mæta saman kl. 18:00-19:00.
Eftir þessa æfingu er deildin komin í jólafrí fyrir utan svartbeltispróf sem verður haldið í Mudo gym 17. desember og eru tveir þjálfarar deildarinnar á leiðinni í dan próf þau Sigurjón Bergur Eiríkssson 1. dan og Ólöf Ólafsdóttir 1. geup. Óskum við þeim góðs gengis í þessu erfiða prófi.