Rafíþróttaskólinn
Laugardaginn 7. mars verður Rafíþróttaskólinn í samvinnnu við rafíþróttanefnd Umf. Selfoss og félagsmiðstöðina Zelsíuz með opna vinnustofu um rafíþróttir í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss. Vinnustofan hefst kl. 10 og lýkur kl. 16. Boðið verður upp á léttan hádegismat.
Fyrir hádegi verður sameiginleg vinnustofu sem fjallar um hvernig eigi að koma starfinu af stað. Markmiðið er að svara lykilspurningum um hvernig starfinu í ráðinu verður háttað. Fyrirlestur frá Ólafi Steinarssyni eiganda Rafíþróttaskólans í bland við verkefni fyrir þátttakendur í vinnustofunni.
Dagskrá eftir hádegi snýr meira að þjálfurum og forsvarsmönnum deildarinnar . Markmiðið er að enda daginn með skipulag fyrir komandi önn og æfingar í rafíþróttum á vegum ráðsins.
Rafíþróttaskólinn vill efla keppni í tölvuleikjum á Íslandi og stuðla að bætingu spilara með markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum. Við viljum einnig styðja við virka samkeppni innanlands sem og hjálpa íslenskum spilurum að komast í fremstu raðir útí heimi.
Markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á spilara. Markmiðið er að æfa saman í hópum í eigin persónu og æfa þar samskipti, samvinnu, samkennd, sjálfsaga og fleira, á sama tíma og iðkendur fá að leggja stund á áhugamálið sitt.
Ekkert gjald er rukkað fyrir skráning sem fer fram í gegnum netfangið esports@umfs.is eða umfs@umfs.is. Skráningu lýkur á hádegi föstudaginn 6. mars.