Selfoss_merki_nytt
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2014 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 10. apríl klukkan 20:00.
Aðalfundur Umf. Selfoss fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Fyrir fundinn verður lögð ársskýrsla félagsins, ársreikningar og fjárhagsáætlun næsta árs.
Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa eftirtaldir félagar:
1. Framkvæmdastjórn félagsins.
2. Formenn allra deilda félagsins.
3. Gjaldkerar allra deilda félagsins.
4. Auk þess samtals 30 fulltrúar deilda, sem kosnir eru á aðalfundi þeirra eða stjórn tilnefnir skv. ákvörðun aðalfundar deildarinnar, í réttu hlutfalli við iðkendur hverrar deildar á aldrinum 6-16 ára.
Hver félagi getur aðeins farið með eitt atkvæði. Hafi deild ekki haldið aðalfund eða sent fullgilt félagatal til aðalstjórnar á tilsettum tíma, eða ársreikningar deildar eru ekki samþykktir á aðalfundi hennar missa allir fulltrúar deildarinnar atkvæðisrétt á aðalfundi Umf. Selfoss.
Dagskrá aðalfundarins er sem hér segir:
- Formaður setur fundinn.
- Kosinn fundarstjóri og einn til vara.
- Kosinn fundarritari og einn til vara.
- Kosin þriggja manna kjörbréfanefnd.
- Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
- Formaður flytur ársskýrslu félagsins.
- Gjaldkeri leggur fram reikninga til samþykktar.
- Lagt fram álit kjörbréfanefndar.
- Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
- Ávörp gesta.
- Tillögur lagðar fyrir fundinn.
- Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttakarls og íþróttakonu Umf. Selfoss.
- Kaffihlé.
- Umræður og afgreiðsla tillagna.
- Lagabreytingar.
- Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
- Ákveðin árgjöld félagsins og deilda
- Stjórnarkjör:
- Kosinn formaður.
- Kosinn gjaldkeri.
- Kosinn ritari.
- Kosnir tveir meðstjórnendur.
- Kosnir tveir skoðunarmenn og tveir til vara.
- Kosning í jóla- og þrettándanefnd.
- Önnur mál.
Aðalstjórn Umf. Selfoss