UMFS
Budo Nord Judo fór fram í Lundi í Svíþjóð 9. maí og var mótið mjög fjölmennt eða um 550 keppendur frá öllum Norðurlöndunum, Frakkalandi og Þýskalandi. Mótið er fyrir keppendur undir 21 árs aldri og fóru fjórir keppendur frá júdódeild Umf. Selfossi fóru og komust þeir allir á verðlaunapall.
Egill Blöndal sigraði sinn þyngdarflokk með nokkrum yfirburðum, þar á meðal núverandi Norðurlandameistara, Martti Puumalainen frá Finnlandi, á aðeins 14 sekúndum.
Var Martti ósáttur við tapið og sagði við Egil utan vallar eftir tapið að hann gæti unnið Egil hvar og hvernær sem væri. Í framhaldi af mótinu voru æfingbúðir þar sem Martti nýtti færið og ætlaði að sýna Agli strax í tvo heimana en Egill sturtaði honum aftur eftir aðeins 20 sekúndur! Það verður spennandi að sjá hvernig fer á Norðurlandamótinu 25. maí.
Þess má geta að Egill er kominn í landsliðið og er á leiðinni á Norðurlandamót og Smáþjóðaleika á næstunni.
Úlfur Böðvarson stóð sig frábærlega og náði silfri í sínum flokki og litli bróðir hans, Bjartþór Böðvarsson og systir þeirra, Þórdís Böðvarsdóttir náðu einnig 3. sæti – hæfileikarík fjölskylda þar á ferð.