Júdó Íslandsmót Yngri I
Íslandsmót unglinga í júdó fór fram í húsakynnum Júdódeildar Ármanns þann 2. maí. Selfyssingar áttu fjölda keppenda á mótinu og var árangurinn hreint út sagt stórkostlegur hjá okkar mönnum.
Sex júdómenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitla, þeir Bjartþór Freyr , Egill Blöndal, Halldór Ingvar, Grímur, Krister Frank og Úlfur Þór.
Allir keppendurnir voru júdódeildinni til mikils sóma og magnað er að fylgjast með þessari litlu deild skila af sér svona mörgum efnilegum íþróttamönnum.
Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu JSÍ.
Fjölda mynda frá mótinu má finna á Flickr myndasíðu Davíðs Áskelssonar.
þ.þorst.
---
Keppendur Selfoss náðu glæsilegum árangri.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Þóra Þorsteinsdóttir