Eva María Gautaborg
Þrjú ungmenni frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í Gautaborgarleikunum í frjálsum íþróttum sem haldnir voru dagana 28.-30.júní í Gautaborg. Mótið er mjög fjölmennt og sterkt og virkilega vel að því staðið.
Eva María Baldursdóttir, 16 ára, stökk 1.71m í hástökki og náði þeim frábæra árangri að vinna til silfurverðlauna. Dönsk stúlka hafði sigur með því að stökkva yfir 1.71m í fyrstu tilraun en Eva María fór yfir í annarri tilraun. Eva María sýndi og sannaði enn einu sinni hversu framarlega hún stendur í sinni grein.
Dagur Fannar Einarsson, 17 ára, keppti i mörgum greinum og stóð sig mjög vel. Hann setti tvö HSK met í flokki 16-17 ára og var framarlega í öllum greinum. Hann bætti eigið met í 300m grindahlaupi þegar hann hljóp á tímanum 40,96s og varð í 10.sæti. Í 400m hlaupi bætti hann 22 ára gamalt met Auðuns Jóhannssonar þegar hann varð í 12.sæti á tímanum 51,86s. Dagur Fannar stökk 6.45m í langstökki sem dugði í 10.sæti, í 1110m grindahlaupi varð hann í 12.sæti á tímanum 16,28s og spjótinu kastaði hann 49,99m sem dugði í 14.sæti. Að lokum hljóp hann 100m á 11,83s. Dagur Fannar er virkilega fjölhæfur og mjög mikið tugþrautarefni.
Hildur Helga Einarsdóttir, 17 ára, kastaði sig inn í úrslit í kúluvarpi með því að kasta 12,04 og ná 8.sæti og spjótinu kastaði hún 37,09m og endaði í 11.sæti.
Virkilega flottur árangur hjá þessum efnilegum íþróttamönnum