Fram byrjaði mun betur í leiknum og komst í 4-1. Þrátt fyrir að illa gengi í sókninni þá spiluðu stelpurnar góða vörn sem varð til þess að hálfleikstölur urðu 5-4 fyrir Fram. Sóknarleikur beggja liða varð mun betri í síðari hálfleik og á endanum þá lauk leiknum 15-15 eftir gríðarlega spennu og dramatík. En okkar stelpur misstu boltann 10 sek. fyrir leikslok og Fram skoraði jöfnunarmarkið.
Í framlengingunni náði Fram forystunni með því að komast í 18-17 en okkar stelpur neituðu að gefast upp og skoruðu síðustu 2 mörk leiksins. Sigurmarkið kom á síðustu sekúndu framlengingarinnar og stelpurnar fögnuðu gríðarlega ótrúlegum sigri í frábærum leik gegn mjög góðu liði.
Til hamingju stelpur og allir Selfyssingar.
Áfram Selfoss