Aðalfundur fimleikadeildar, ný stjórn.

Ný stjórn Fimleikadeildar, f.v. Gerður Sif, Ásdís, Gunnar Bjarki, Berglind, Andrea Ýr, Ellen Mjöll og Birna Dögg.
Ný stjórn Fimleikadeildar, f.v. Gerður Sif, Ásdís, Gunnar Bjarki, Berglind, Andrea Ýr, Ellen Mjöll og Birna Dögg.

Aðalfundur Fimleikadeildar Umf.Selfoss, var haldinn 7.mars sl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, var farið yfir rekstur deildarinnar á sl. ári og fjárhagsáætlun ársins 2023 samþykkt. Starf deildarinnar var blómlegt á sl. ári eftir að loks var hægt að stunda æfingar og keppni af kappi eftir Covid lokanir.  Breyting varð á stjórn deildarinnar og lét Ingibjörg Garðarsdóttir af embætti formanns eftir átta ára formennskutíð.  Ný stjórn deildarinnar var kosin og hana skipa:

Gunnar Bjarki Rúnarsson, formaður.

Ásdís Elvarsdóttir, gjaldkeri.

Gerður Sif Skúladóttir, ritari.

Andrea Ýr Grímsdóttir, meðstjórnandi.

Berglind Elíasdóttir, meðstjórnandi.

Birna Dögg Fox Björnsdóttir, meðstjórnandi.

Ellen Mjöll Magnúsdóttir Hlíðberg, meðstjórnandi.