Aðalfundur Umf.Selfoss

Aðalfundur Umf.Selfoss, verður haldinn 27.apríl nk.kl.20, í Tíbrá, félagsaðstöðu félagsins við Engjaveg.  Venjulega aðalfundarstörf samkvæmt 15.grein, laga félagsins.  Allir velkomnir.

Dagskrá aðalfundar Umf. Selfoss skal vera sem hér segir:

Formaður setur fundinn.
Kosinn fundarstjóri og einn til vara.
Kosinn fundarritari og einn til vara.
Kosin þriggja manna kjörbréfanefnd.
Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
Formaður flytur ársskýrslu félagsins.
Gjaldkeri leggur fram reikninga til samþykktar.
Lagt fram álit kjörbréfanefndar.
Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
Ávörp gesta.
Tillögur lagðar fyrir fundinn.
Verðlaunaafhending.
Kaffihlé.
Umræður og afgreiðsla tillagna.
Lagabreytingar.
Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
Ákveðin árgjöld félagsins og deilda
Stjórnarkjör:
Kosinn formaður.
Kosinn gjaldkeri.
Kosinn ritari sem jafnframt sinnir störfum sem varaformaður.
Kosnir tveir meðstjórnendur.
Kosnir tveir skoðunarmenn og tveir til vara.
Kosning í jóla- og þrettándanefnd.
Önnur mál.