Adólf Ingvi með KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu

Knattspyrna - Adólf Ingvi með KSÍ A - UEFA A
Knattspyrna - Adólf Ingvi með KSÍ A - UEFA A

Adólf Ingvi Bragason þjálfari og formaður knattspyrnudeildar Selfoss lauk á vordögum við KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu frá fræðsludeild KSÍ.

Námskeiðið hófst í september 2015 þegar þjálfararnir leikgreindu leiki í Pepsi-deild karla og lærðu í kjölfarið á leikgreiniforritið Sideline Analyser. Niðurstöður leikgreiningarinnar kynntur þeir síðan í Danmörku en þangað fór hópurinn í viku námsferð í október. Mikil áhersla var lögð á áætlanagerð og tímabilaskiptingu á námskeiðinu og þjálfararnir skiluðu ársáætlun fyrir sitt lið um miðjan desember.

Í janúar unnu þjálfararnir í smærri hópum þar sem þeir horfðu á hvern annan að störfum, undir stjórn leiðbeinanda frá KSÍ.

Sjá frétt á vef KSÍ

---

Adólf Ingvi ásamt hópi þjálfara sem útskrifaðist í vor.
Ljósmynd: KSÍ